Húsaleigulög
Inngangur laganna:
I. kafli. Gildissvið laganna o.fl.
1. gr.
Lög þessi gilda um leigusamninga um afnot af húsnæði eða hluta af húsnæði gegn endurgjaldi, sbr. þó 4. mgr., þar á meðal leigusamninga um framleigu húsnæðis, enda þótt endurgjaldið skuli að öllu leyti eða að hluta greiðast með öðru en peningum, svo sem vinnuframlagi.
Lög þessi gilda um afnot húsnæðis samkvæmt vinnusamningi eða viðauka við slíkan samning. Þá gilda lögin um samninga sem ásamt öðru eru um afnot húsnæðis gegn endurgjaldi að því tilskildu að sá þáttur sé meginatriði þeirra. Sé leigusamningur um land sem nýta á í tengslum við afnot af húsnæði skal einnig fara um slíkan samning samkvæmt lögum þessum nema um landbúnaðarafnot sé að ræða.
Leigusamningar skv. 1. og 2. mgr. geta tekið til leigu á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði. Sé húsnæði bæði leigt til íbúðar og til annarra nota skulu ákvæði laga þessara um íbúðarhúsnæði gilda um slíka leigusamninga. Þá skulu ákvæði laga þessara sem gilda samkvæmt orðanna hljóðan um íbúðarhúsnæði gilda um atvinnuhúsnæði eftir því sem við getur átt og að því leyti sem lögin hafa ekki að geyma sérreglur um atvinnuhúsnæði.
Lög þessi gilda ekki um samninga um afnot húsnæðis samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög og lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þá gilda lögin hvorki um leigu á íþróttasölum og geymsluhúsnæði þegar leigutími er skemmri en ein vika né um samninga um afnot húsnæðis sem sérreglur gilda um samkvæmt öðrum lögum.
2. gr.
Óheimilt er að semja um að leigjandi íbúðarhúsnæðis taki á sig ríkari skyldur og öðlist minni réttindi en lögin mæla fyrir um nema ákvæði laganna hafi að geyma sérstök frávik þess efnis.
Ákvæði laganna um atvinnuhúsnæði eru hins vegar frávíkjanleg og gilda þau því aðeins um slíkt húsnæði að ekki sé á annan veg samið. […]
Tengd skjöl
Erfðamál
Við frágang erfðamála þarf að hafa í huga að arfláti hefur bæði réttindi og skyldur sem fara eftir aðstæðum. Því er ráðlegt að kynna sér lögin áður en hafist er handa við gerð erfðaskrár svo ekki sé hætta á að fyrirhugðuð ráðstöfun arfs ónýtist vegna formgalla eða mistaka.
Tengd skjöl
Lög um einkahlutafélög
Þegar stofnað er einkahlutafélag, efh., er margs að gæta. Stjórnendur taka á sig ábyrgð og ýmsar kvaðir eru lagðar á þá sem sitja í stjórn eða fara með ábyrgð í nafni félagsins. Það er nauðsynlegt að kynna sér vel reglur, réttindi og skyldur. Eins er grundvallaratriði að þeir sem koma að stofnun félags hafi sama skilning á aðild sinni, hlut og hlutverki. Þess vegna eru skjöl eins og hluthafasamningur, stofnskrá, stofnfundargerð, hlutaskrá og hluthafaskrá nauðsynleg. Gátlistar koma einnig að gagni.
Á vef Skattsins má finna hagnýtar upplýsingar:
E-skjöl
Hlíðasmára 19
201 Kópavogi
Kt: 500321 0670
VSK: 140507
Greinar
- Ert þú að hugsa um að byggja, breyta eða bæta? Þarft þú að fá aðstoð iðnaðarmanns? Þá borgar sig að gera samning 12. september, 2021
- Hefur þú gert þær ráðstafanir sem þarf vegna erfðamála? 5. september, 2021
- Fyrirtæki og félög 31. ágúst, 2021
- Samþykkisyfirlýsing vegna ferðalaga barna til útlanda 22. ágúst, 2021
- Sambúð án hjónabands 19. maí, 2021