Kauptu vönduð og gæðaprófuð lögfræðileg skjöl!
Lögmenn opna skjalaskápinn og deila með þér vönduðum skjölum sem þeir hafa safnað að sér í áranna rás. Kauptu skjöl þegar þú þarft á þeim að halda og greiddu í hvert sinn sem þig vantar skjal, í stað þess að greiða fyrir dýra áskrift að umfangsmiklu safni sem þú notar sjaldan eða aldrei.
Með skjölum eða öðru lögfræðilegu efni frá E-skjölum gefst þér færi á að útbúa vönduð gögn.
Við kaup ber þér að samþykkja kaupskilmála okkar.
Svona ferðu að:
- Flettu í gegnum fjölbreytt úrval gæðaprófaðra skjala til að finna það sem þú leitar að. Hér finnurðu meðal annars sniðmát fyrir skjöl, eyðublöð, greinar, lögfræðirit eða -skýringar, gátlista og greinargerðir. Þú getur leitað eftir efni, fræðasviði eða efnisflokki.
Viljirðu aðeins sjá skjöl á vegum tiltekins lögmanns/seljanda velurðu viðkomandi lögmann/seljanda á spássíunni hægra megin og ýtir svo á leitarhnappinn. - Þegar þú hefur fundið það sem þú leitar að geturðu flokkað skjölin eftir titli og dagsetningu.
- Ýttu á kauphnappinn til að fá aðgang að skjalinu. Þegar viðskiptin eru frágengin geturðu hlaðið skjalinu niður í tæki að eigin vali og prentað það út til eigin nota hvenær sem er. Verði skjalið uppfært færðu sjálfkrafa tilkynningu þess efnis.
Skjalið sem þú hleður niður er merkt með merrki E-skjala. Gefa verður upp lykilorð til að opna skjalið. Þetta lykilorð er notandanafn þitt, eins og það kemur fram á notandasíðu þinni. - Skölin eru sniðin fyrir MS Word og þannig gengið frá þeim að í flestum tilfellum er einungis hægt að fylla í reiti, annaðhvort í upphafi skjalsins þar sem auðvelt er að henda reiður á upplýsingar, eða í skjalinu sjálfu þar sem það hentar betur. Með þessu er hægt að koma í veg fyrir að mikilvægar setningar falli út í misgáningi eða texti sleginn inn sem breytt gæti eðli og vægi skjalsins verulega. Ef MS Word er ekki aðgengilegt má nota OpenOffice eða LibreOffice sem eru opinn hugbúnaður og hægt að nálgast gjaldfrjálst á netinu. ATH Skjölin virka ekki vel í Word á netinu þ.e. í vafra.
- Nú geturðu gefið skjalinu einkunn og umsögn í umsagnarreitnum. Mundu að þetta hjálpar öðrum kaupendum að velja rétt og hvetur seljendur til að standa sig enn betur – bæði núna og um ókomin ár.
Við vonum að viðskiptin verði þér ánægjuleg! Ef þú skyldir – okkur að óvörum – rekast á staðreyndavillur eða rangar upplýsingar, innihald sem samræmist ekki lýsingu á viðkomandi skjali eða brot á höfundarrétti eða öðrum réttindum geturðu sent okkur kvörtun. Þú hefur 14 daga kvörtunarrétt. Færa verður sönnur á staðhæfingar um brot á réttindum. Sé kvörtunin samþykkt færðu endurgreidda þá upphæð sem þú greiddir fyrir skjalið.
Fannstu ekki svar við spurningu þinni?
Innsláttur í skjöl
E-skjöl
Hlíðasmára 19
201 Kópavogi
Kt: 500321 0670
VSK: 140507
Greinar
- Ert þú að hugsa um að byggja, breyta eða bæta? Þarft þú að fá aðstoð iðnaðarmanns? Þá borgar sig að gera samning 12. september, 2021
- Hefur þú gert þær ráðstafanir sem þarf vegna erfðamála? 5. september, 2021
- Fyrirtæki og félög 31. ágúst, 2021
- Samþykkisyfirlýsing vegna ferðalaga barna til útlanda 22. ágúst, 2021
- Sambúð án hjónabands 19. maí, 2021