Þetta þarf ekki að vera svo flókið…
…einfaldur undirbúningur getur forðað vandræðum á síðari stigum
…einfaldur undirbúningur getur forðað vandræðum á síðari stigum
Allir hafa lent í því að eitthvað, sem átti að vera einfalt og skýrt, verður að ágreiningsefni, veldur deilum, átökum, kærumálum og jafnvel vinslitum eða klofningi í fjölskyldum.
Fyrirhyggja og einfaldur undirbúningur getur forðað slíkum árekstrum.
Markmiðið með Eskjölum er að auðvelda almenningi og lögfræðilegum ráðgjöfum að ganga vel frá öllum málum áður en vandræði skapast.
Hér er hægt að festa kaup á skjölum til ólíkustu hluta, kaupa á skellinöðru, ráðningarsamninga, sambúðarsamkomulag, óskir um forræði barna við veikindi eða fráfall foreldris og erfðaskrár.
Hvað er samþykkisyfirlýsing vegna ferðalaga barna til útlanda? Ef barnið þitt ferðast eitt til útlanda eða með öðrum fullorðnum í tengslum við t.d. frí, fjölskylduheimsókn, sumarbúðir, íþróttaferð eða skóladvöl, er mikilvægt að vera meðvitaður um þær reglur sem gilda um ferðalög barna undir lögaldri til útlanda. Sum lönd leyfa ekki börnum undir lögaldri að fara […]
Samningur sambúðarfólks í skráðri sambúð Oft virðist sem fólk telji að ekki sé mikill munur á því að búa saman, vera í skráðri sambúð eða hjúskap og virðast sumir telja að þessi sambúðarform séu svipuð og veiti sambærileg réttindi. Raunin er hins vegar allt önnur og á þessum sambúðarformum er mikill munur réttindalega séð. Á […]
Erfðaskrá einstaklings Einföld erfðaskrá þar sem einn arfleifandi arfleiðir einn eða fleiri aðila að öllum eignum sínum hverju nafni sem þær kunna að nefnast. Slík erfðaskrá gerir ráð fyrir að arfleifandi sé hvorki í hjúskap, né eigi afkomendur eða skylduerfingja. Einu erfingjar hans eru lögerfingjar sem eru annaðhvort foreldrar, systkini eða systkinabörn. Í þeim tilvikum […]
Number of items in cart: 0
Hlíðasmára 19
201 Kópavogi
Kt: 500321 0670
VSK: 140507