Fyrirtæki og félög

E-skjöl bjóða uppá mikið úrval lögfræðilegra skjala sem gagnast almenningi, frumkvöðlum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Markmiðið er að gera lögfræðileg skjöl aðgengileg öllum – færa lögfræðina til fólksins og stuðla með því að aukinni vernd einstaklinga og lögaðila.

Grunnurinn að því að við fórum af stað með hugmyndina um E-skjöl var sá að við höfðum lengi velt því fyrir okkur hvers vegna lögfræðileg málefni væru sett fram á þann hátt að þau virkuðu óheyrilega flókin, þung og óaðgengileg – sem þýðir í raun að mjög mörgum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, hrýs hugur við ferlinu og kostnaðinum við það, og enda á því að sleppa því að útbúa skjöl og samninga sem fela í sér nauðsynlega vernd.

Með því að bjóða upp á gott úrval gæðaprófaðra lögfræðilegra skjala á viðráðanlegu verði vilja E-skjöl stuðla að því að fólk og fyrirtæki hafi tækifæri til að koma sínum málum í góðan farveg og minnka líkur á vandræðum síðar meir. Það er allt of algengt að einstaklingar, fjölskyldur, félagasamtök og fyrirtæki lendi í vandræðum sem auðvelt hefði verið að komast hjá ef skýrir samningar eða aðrir lögfræðilegir gjörningar (erfðaskrár, forræðissamkomulag o.s.frv) hefðu verið til staðar.

Skjöl og textar sem E-skjöl bjóða upp á eru samin af lögmönnum eða öðrum sérfræðingum ef við á. Öll skjöl eru gæðaprófuð af hópi sérfræðinga og áhersla er lögð á að textarnir séu aðgengilegir, á skiljanlegu máli og án allrar tilgerðar. Þá leggja E-skjöl áherslu á að nota kynhlutlaust tungumál ef þess er kostur.

E-skjöl eru í samstarfi við Advokat Online, LawFil og Legal Lab í Noregi. Þessi fyrirtæki eru leiðandi á sviði rafrænnar lögfræðiþjónustu og lagatækni (Legal Tech) þar í landi.