Yfirlýsing um riftun leigusamnings

Vanefni leigutaki að verulegu leyti skyldur sínar samkvæmt leigusamningi getur leigusali byrjað á að senda út greiðsluáskorun. Helstu vanefndir leigutaka eru yfirleitt þær að  hann greiði ekki umsamdar leigugreiðslur á réttum gjalddögum. Einnig getur verið að hann brjóti til að mynda umgengisskyldur og/eða hið leigða liggur undir skemmdum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis leigutaka. Sama á við sé hið leigða notað til ólögmætrar starfsemi eða sé griðastaður óreglu og óþrifnaðar. Algengast er þó að vanefndin sé sú að leiga hafi ekki verið greidd í 2 mánuði eða lengur. Í slíkum tilvikum ber leigusala fyrst að senda út greiðsluáskorun þar sem skorað er á leigjanda að greiða hina vangreiddu leigu innan tiltekins tíma, yfirleitt innan 7 daga, ella verði leigusamningi rift og leigjandi borin út úr húsnæðinu með beinni aðfaragerð,  svokölluðum útburði.

Þegar búið er að senda út greiðsluáskorun með aðvörun um riftun, þarf að senda út formlega  yfirlýsingu um riftun til leigutaka með sannanlegum hætti. Að því loknu þarf að höfða dómsmál annaðhvort sjálfstætt, til innheimtu skuldar, eða útburðarmál þar sem reynir á riftunina.

Ráðlegt er að leigusali og leigjandi taki út húsnæðið, og ástand þess, við upphaf og lok leigutíma. Með því er unnt að spara bæði fjármuni og leiðindi á síðari tímum, m.a. ef kemur til endurgreiðslu á framlagðri leigutryggingu. Einnig geta aðilar ákveðið að fá hlutlausan faglegan úttektarmann til að annast slíka úttekt og deili þeim kostnaði á milli sín.

Form fyrir slíkar úttektir má finna hér á síðunni.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , ,
Efnisorð , , , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu