Yfirlýsing um móttöku og kvitttun fyrir skilum lykla
Við leigu húsnæðis eða ráðningu starfsfólks þarf oft að afhenda lykla og/eða öryggiskóða. Tryggja þarf að viðtakandi staðfesti viðtöku tiltekins fjölda lykla og/eða öryggiskóða sem honum ber að skila að lokinni leigu eða starfi. Stundum er lögð fram lyklatrygging sem viðtakandi fær endurgreidda við skil lykla og/eða öryggiskóða. Jafnframt koma fram reglur og yfirlýsing viðtakanda um að hann muni ekki afhenda óviðkomandi aðilum afrit af öryggiskóðum eða lyklum og sé óheimilt að afrita lykla nema í gegnum leigusala eða yfirmenn með skriflegu samþykki.
Varðveita þarf skjalið þar sem aðilar kvitta einnig undir það við lok leigu eða starfs við skil. Ef lyklar týnast eða fara á flakk þá getur umtalsverður kostnaður verið í því fólginn að skipta um skrár.
Gerð skjals | Aðgengi, Fasteignaréttur, Leiga og framleiga |
Efnisorð | eyðublað, lyklar, samningar, yfirlýsing |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.