Yfirlýsing um eignaleysi og greiðsluerfiðleika lögaðila
Hátti svo til hjá lögaðila að fjárhagslegar skuldbindingar séu orðnar félaginu ofviða þannig að kröfuhafi/lánardrottinn félagsins getur ekki fengið fullnustu krafna sinna þá getur skuldari gefið út yfirlýsingu um eignaleysi og greiðsluerfiðleika á grundvelli 1.mgr. 64., sbr. 4.tl. 2.mgr. 65.gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., með síðari breytingum. Með undirritun slíkrar yfirlýsingar er skuldari að lýsa því yfir að hann sé ógreiðslufær og kröfuhafi/lánardrottinn sem yfirlýsingunni er beint að geti þá farið fram á gjaldþrotaskipti á búi skuldara.
Hér þarf að lýsa kröfu viðkomandi kröfuhafa, þ.e.a.s. hvers eðlis hún er og hver er heildarskuld við kröfuhafa. Einnig þarf að tiltaka helstu aðrar skuldir skuldara við aðra kröfuhafa og fjárhæð þeirra.
Gerð skjals | Félagaréttur, Fullnusturéttur, Fundargerðir, Hlutafélög (hf. og ehf.), Innheimta, Stjórnarfundir |
Efnisorð | fjármál, greiðsluþrot, vanskil |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |