Úttekt við lok leigutímabils
Mikilvægt er fyrir bæði leigusala og leigutaka að skil leiguhúsnæðis gangi snurðulaust fyrir sig. Leigjandi á að skila húsnæðinu í sama eða svipuðu ásigkomulagi og það var í við upphaf leigu, að teknu tilliti til eðlilegrar notkunar og umgengni um húsnæðið.
Vilji fólk að enginn vafi leiki á ástandi húsnæðisins er heppilegast fyrir báða aðila að gera úttekt á húsnæðinu áður en flutt er inn. Samkvæmt íslenskum lögum er skylda gera úttekt á leiguhúsnæði við upphaf eða lok leigu en annar hvort leigutaki eða leigusali getur fram á að fenginn sé óháður úttektaraðili til verksins og að aðilar skipti kostnaði við úttektina á milli sín. Það er hinsvegar ekkert sem kemur í veg fyrir það að leigutaki og leigusali ákveði sjálfir að fara yfir ástand húsnæðisins og gera með sér samkomulag um mögulegar úrbætur eða viðgerðir ef við á.
Til að lokaúttekt skili sem bestum árangri er best að gerð hafi verið úttekt á húsnæðinu áður en flutt var inn. Ef formið sem finna má hér á vefnum (sjá tengil) um úttekt við upphaf leigu hefur verið notað ætti lokaúttektin ekki að vera flókin. Gott er að huga að því í upphafi að fara vel yfir allt og taka myndir þannig að ekki leiki neinn vafi á því í hvaða ástandi húsnæðið var.
Lokaúttekt og skýrsla
Þegar lokaúttekt hefur farið fram og aðilar sammála um niðurstöðu hennar skrifa þeir undir skýrsluna og í henni þarf að koma fram hvort um endurgreiðslu tryggingarfjár sé að ræða. Einnig er hægt að sammælast um að senda skýrsluna með tölvupósti, en sé það gert þarf viðtakandi (leigutaki) að staðfesta móttöku og samþykki sitt með því að senda tölvupóst til baka og þarmeð staðfesta niðurstöðu skýrslunnar.
Athuga skal sérstaklega kafla 3 til 5 í lögum um húsaleigu, þar er fjallað um ástand, viðhald og rekstur.
Gerð skjals | Fasteignaréttur, Leiga og framleiga |
Efnisorð | eyðublað, leigumál, skýrsla, úttekt |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |