Umboð vegna heilbrigðisástands

Í upphafi skyldi endinn skoða, lífið er margbreytilegt og ekki verður allt fyrirséð. Miklar breytingar geta átt sér stað með skömmum aðdraganda. Þótt vonandi þurfi aldrei að koma til þess að umboð vegna heilbrigðisástands umboðsveitanda komi til framkvæmda, þá er gott að ganga frá slíku umboði til að kunngjöra vilja sinn á meðan fullrar andlegrar og líkamlegrar heilsu nýtur við.

Umboð þetta er veitt fram í tímann og er um að ræða form sem mikið er notað á Norðurlöndunum, en þar er talað um Fremtidsfullmakt. Um er að ræða umboð sem tekur gildi á þeim degi þegar staðreynt er að viðkomandi aðili hafi ekki lengur andlega eða líkamlega burði til að sinna sínum málefnum, einkum og sér í lagi fjármálum sínum.

Til grundvallar gildistöku umboðsins verður að liggja fyrir staðfest læknisvottorð sem staðfestir  að viðkomandi sé ófær um að sinna sínum málefnum, þó án þess að komi til sviptingar sjálfræðis eða fjárræðis, sem er harkalegt inngrip í mannhelgi viðkomandi einstaklings. Hafi viðkomandi gert umboð vegna heilbrigðisástand síns og tilnefnt umboðsmann, sem skal vera traustur, óvilhallur aðili, sem þekkir til viðkomandi, til dæmis maka, vini, fullveðja barni eða lögmanni, þá nægir umboðið til að sjá um fjármál einstaklingins meðan hann lifir, eða er í því ástandi sem veldur ráðaleysi hans, án þess að til frekari inngripa þurfi að koma í mannhelgi hans.

Fylla þarf út með nákvæmum hætti allar upplýsingar um aðila, eignir, bankareikninga, bankabækur og fleira sem umboðið lýtur að. Við undirritun umboðsins er gott að hafa meðferðis nýlegt læknisvottorð sem gott er að framvísa ásamt persónuskilríkjum eða afriti af vegabréfi.

Haka þarf við í þá reiti sem eiga við í umboði þessu

Við virkjun umboðsins þarf að tilkynna aðstandendum og fá staðfestingu þeirra svo umboðið taki gildi.

Umboð þetta er sett upp með þeim hætti að það verði ritað undir það í viðurvist Lögbókanda í viðkomandi umdæmi

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu