Skrá um hlutaeign og hagsmuni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra

Á grundvelli 43. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, er lögð sú skylda á stjórnarmenn og framkvæmdastjóra einkahlutafélags að gefa stjórn félagsins skýrslu um hlutaeign sína og sérstök réttindi og/eða hagsmuni. Til að fá betri yfirsýn er mælt með því að stjórn félagsins haldi skrá um hlutaeign og hagsmuni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra […]

Staðfesting stjórnar um hlutafjáreign á ensku

Attestation of the board of directors regarding nominal shareholding according to its registry The general rule according to Act no. 138/1994, on private limited liability companies, as amended, is that no shares are issued on paper. The board of directors has the authorization to issue an Attestation of the nominal shareholding of its shareholders upon […]

Staðfesting stjórnar um hlutafjáreign

Almenna reglan er að í einkahlutafélögum er starfa á grundvelli laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, eru ekki gefin út hlutabréf en stjórn félagsins er heimilt að gefa út hlutaskrá skv. 2. mgr. 19. gr. fyrrnefndra laga, eða að kröfu hluthafa eða veðhafa samkvæmt 5. mgr. 19. gr. laganna, að gefa út staðfestingu […]

Yfirlýsing um samþykki leigutaka á frjálsri skráningu

Þegar verið er að byggja fasteign undir atvinnustarfsemi getur byggingaraðilinn fengið eignina skráða sérstakri skráningu á grundvelli I. kafla reglugerðar nr. 577/1989, með síðari breytingum, um frjálsa og sérstaka skráningu fasteigna vegna leigu eða sölu á fasteign. Samkvæmt reglugerðinni verður sá sem sækir um sérstaka skráningu að tilgreina í umsókn sinni þá fasteign sem skráningunni […]

Yfirlýsing í tengslum við heilsubrest

Í upphafi skyldi endinn skoða, lífið er margbreytilegt og ekki verður allt fyrirséð. Miklar breytingar geta átt sér stað með skömmum aðdraganda. Þótt vonandi þurfi aldrei að koma til þess að umboð vegna heilbrigðisástands umboðsveitanda komi til framkvæmda, þá er gott að ganga frá slíku umboði til að kunngjöra vilja sinn á meðan fullrar andlegrar […]

Yfirlýsing um eignaleysi og greiðsluerfiðleika einstaklings

Hátti svo til hjá einstaklingi að fjárhagslegar skuldbindingar séu orðnar viðkomandi ofviða þannig að kröfuhafi/lánardrottinn getur ekki fengið fullnustu krafna sinna þá getur skuldari gefið út yfirlýsingu um eignaleysi og greiðsluerfiðleika á grundvelli 1.mgr. 64. gr, sbr. 4.tl. 2.mgr. 65.gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., með síðari breytingum. Með undirritun slíkrar yfirlýsingar er skuldari […]

Yfirlýsing um riftun leigusamnings

Vanefni leigutaki að verulegu leyti skyldur sínar samkvæmt leigusamningi getur leigusali byrjað á að senda út greiðsluáskorun. Helstu vanefndir leigutaka eru yfirleitt þær að  hann greiði ekki umsamdar leigugreiðslur á réttum gjalddögum. Einnig getur verið að hann brjóti til að mynda umgengisskyldur og/eða hið leigða liggur undir skemmdum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis leigutaka. Sama á […]

Yfirlýsing um móttöku og kvitttun fyrir skilum lykla

Við leigu húsnæðis eða ráðningu starfsfólks þarf oft að afhenda lykla og/eða öryggiskóða. Tryggja þarf að viðtakandi staðfesti viðtöku tiltekins fjölda lykla og/eða öryggiskóða sem honum ber að skila að lokinni leigu eða starfi.  Stundum er lögð fram lyklatrygging sem viðtakandi fær endurgreidda við skil lykla og/eða öryggiskóða. Jafnframt koma fram reglur og yfirlýsing viðtakanda […]

Yfirlýsing um fjárræði og löggerningshæfi

Almennt er unnt að ganga út frá því sem vísu að einstaklingar komi heiðarlega fram og meini vel. Ekki er þó unnt að útiloka að hið gagnstæða geti átt við og verið sé að blekkja einstakling til löggerninga. Í þeim tilvikum þegar einstaklingur gefur umboð, samþykkir lántöku, samþykkir lánveitingu frá sjálfum sér til þriðja aðila, […]