Stjórnarmenn og varastjórnarmenn, prókúruhafar, framkvæmdastjórar og firmaritun í einkahlutafélagi
Í starfandi einkahlutafélögum verður að vera til yfirlit yfir stjórnarmenn, varastjórnarmenn, prókúruhafa, firmaritun og framkvæmdastjóra félagsins svo hægt sé að hafa sem gleggsta yfirsýn yfir það hverjir séu bærir til að koma fram fyrir hönd félagsins. Gott er að hafa til staðar lista sem er uppfærður jafnóðum og jafnvel geymdur bæði útprentaður og með rafrænum hætti, til að stjórnendur félagsins geti ávallt fengið glögga mynd af heimildum þeirra sem koma að rekstri félagsins sem og því hverjir séu til þess bærir að taka ákvarðanir fyrir hönd félagsins.
Það er góð vinnuregla að byrja rekstur félagsins með því að útbúa slíka lista og uppfæra þá reglulega og eigi sjaldnar en eftir hvern aðalfund félagsins.
Gerð skjals | Félagaréttur, Hlutafélög (hf. og ehf.), Stofnun |
Efnisorð | aðalfundur |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.