Kaupmáli fyrir hjúskap
Það getur borgað sig fyrir hjónaefni að gera kaupmála fyrir hjúskap. Einkum á þetta við ef aðilar eiga eignir og skuldir sem þeir vilja halda sem séreign utan hjúskapareignar, og þegar bæði eða annar hvor aðilinn á í vændum umtalsverðan arf. Einnig er skynsamlegt að gera kaupmála ef annað hjónaefna á fasteign sem ekki á að verða hjúskapareign. Sé kaupmálinn gerður fyrir hjúskap er ekki greitt stimpilgjald af fasteigninni þar sem ekki er um sölu að ræða. Skilgreina þarf fasteignir og aðrar eignir sem og skuldir ef við á, ásamt því að taka fram nöfn væntanlegra arfláta og tengsl þeirra við viðkomandi maka. Kaupmáli er formbundinn og ber að skrá hann í kaupmálabók viðkomandi sýslumannsembættis og þinglýsa honum á eign ef um fasteign er að ræða.
Hjón sem hafa gert með sér kaupmála geta ávallt gert viðbótarkaupmála sem skilgreinir frekari séreignir eða fellir út ákvæði í fyrri kaupmála, án þess þó að fella niður fyrri kaupmála.
Gerð skjals | Fjölskylduréttur, Hjúskapur |
Efnisorð | fjármál, hjúskapur, kaupmáli, samningar |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.