Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði

Um útleigu á atvinnuhúsnæði gilda húsaleigulög nr. 36/1994, með síðari breytingum. Lögin hafa að geyma lágmarksákvæði sem gilda um alla leigusamninga og eru til fyllingar undirrituðum leigusamningi. Í leigusamningi er heimilt að hafa aukaákvæði sem eru umfram lágmarksákvæði laganna. Óheimilt er að skerða réttindi og skyldur sem kveðið er á um í lögunum í leigusamningi, þar sem um lágmarksákvæði er að ræða.

Tiltaka þarf tegund húsnæðisins, þ.e.a.s. hvort um sé að ræða skrifstofu, verslunarrými, veitingarekstur, léttan eða þungan iðnað, allt eftir starfsemi væntanlegs leigutaka. Einnig þarf að ákveða leiguverðið og hvort miða eigi við vísitölu neysluverðs eða byggingavísitölu en báðar vísitölurnar eru jafngildar í þessum samningum. Rétt er þó að hafa í huga að byggingarvísitala er oft lægri en vísitala neysluverðs. Geta þarf um við hvaða mánuð vísitölugrunnurinn miðast en almennt er þetta gert miðað síðasta skráða mánuð vísitölunnar hjá Hagstofu Íslands og hún notuð sem viðmiðunarvísitala.

Nauðsynlegt er að tiltaka nákvæmlega hvernig hið leigða húsnæði er úr garði gert. Hér er átt við lýsingu á hinni leigðu eign, stærð, herbergjafjölda og fylgihlutum og legu húsnæðisins, t.d. framhús, bakhús, jarðhæð, eða aðrar hæðir. Teikningar af hinu leigða húsnæði þurfa að fylgja með og teljast vera hluti af húsaleigusamningnum.

Samningurinn er með möguleika á ákvæði um frjálsa skráningu skv. lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt með síðari breytingum og reglugerð 577/1989, með síðari breytingum, og getur verið tímbundinn eða ótímabundinn.

Ráðlegt er að leigusali og leigjandi taki út húsnæðið, og ástand þess, við upphaf og lok leigutíma. Með því er unnt að spara bæði fjármuni og leiðindi á síðari tímum, m.a. ef kemur til endurgreiðslu á framlagðri leigutryggingu. Einnig geta aðilar ákveðið að fá hlutlausan faglegan úttektarmann til að annast slíka úttekt og deili þeim kostnaði á milli sín.

Tengd skjöl

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu