Hlutaskrá fyrir einkahlutafélög

Í 19. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994, með síðari breytingum, er mælt fyrir um að eftir stofnun félagsins skuli stjórn félagsins halda hlutaskrá um eigendur allra hluta í félaginu. Hlutaskráin þarf að uppfærast reglulega og endurspegla raunverulegt eignarhald í félaginu. Skylt er að hafa þessa skrá til staðar á skrifstofu félagsins fyrir hluthafa og yfirvöld sem hafa rétt á að skoða hlutaskrána og kynna sér efni hennar hvenær sem er. Athygli er vakin á því að réttindi hluthafa taka ekki gildi fyrr en við tilkynningu og skráningu eigendaskipta í hlutaskrá félagsins. Sé það ekki gert þá hefur viðkomandi ekki atkvæðavægi og er ekki til þess bær að bera þau réttindi sem hlutnum fylgja. Er því nauðsynlegt að tilkynnt sé um eigendaskipti og þau skráð í hlutaskrá félagsins. Skrá skal nafn, kennitölu og heimilisfang hluthafans, nafnverð hluta hans og prósentu af útgefnu heildarhlutafé í félaginu, sem er í hans eigu. Einnig skal geta um allar sölur og kaup á hlutnum með dagsetningu ásamt athugasemd, hafi hlutirnir verið veðsettir. Skrá skal hvort fallið hafi verið frá forkaupsrétti stjórnar félagsins og annarra hluthafa í félaginu. Til að sannreyna að skráin sé rétt þá ber að afhenda stjórn félagsins gögn varðandi söluna sem sanna eignarhaldið og að fallið hafi verið frá forkaupsrétti félagsins og annarra hluthafa, ásamt því að afrit af eyðublaði RSK. 17.26, sem sýni fram á raunverulegan eiganda umrædds hlutar, fylgi með til stjórnar félagsins. Félagsstjórn getur þurft að upplýsa yfirvöld um hverjir séu raunverulegir eigendur félagsins á hvaða tíma sem er. Skrána þarf að uppfæra við allar breytingar og færa samviskusamlega í hana og geyma afrit af fylgigögnum.

Hlutaskráin sjálf er í slegin í meðfylgjandi Excel skjal.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , , , , ,
Efnisorð ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu