Erfðatökuyfirlýsing – fyrirframgreiddur arfur
Heimilt er að úthluta verðmætum fyrir andlát í formi fyrirframgreidds arfs hvort heldur er frá föður og/eða móður eða báðum meðan þau eru enn á lífi. Þeir sem taka arf þurfa að tilkynna fyrirframgreiðslu til sýslumanns og greiða erfðafjárskatt eins og hann er ákvarðaður í lögum á hverjum tíma. Með þessu er verðmætum komið í hendur skylduerfingja meðan arfláti er enn á lífi og dregst þessi arfur frá endanlegum arfi. Séu aðrir skylduerfingjar sem ekki taka við fyrirframgreiddum arfi, þá verður að gæta að því að jafnræði sé milli þeirra sem taka fyrirframgreiðslu og þeirra sem kjósa að gera slíkt ekki. Óheimilt er að greiða einum skylduerfingja meiri verðmæti en sem öðrum skylduerfingjum standa til úthlutunar.
Gerð skjals | Dánarbú, Erfðamálefni, Fjölskylduréttur |
Efnisorð | arfur |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.