Dánargjöf aðila þar sem skylduerfingjar eru á lífi
Dánargjöf er gefin í lifanda lífi en kemur til framkvæmda við andlát viðkomandi. Um dánargjafir og heimildir til dánargjafa gilda ákvæði erfðalaga nr. 8/1962, með síðari breytingum. Um leið og dánargjöf hefur verið gefin og móttakandi hefur veitt viðtöku yfirlýsingunni þá er um óafturkræfan skuldbindandi löggerning að ræða og óheimilt að afturkalla gjörninginn nema með leyfi móttakanda.
Ef einstaklingur á eignir og hefur ákveðið að hugur hans standi til þess að stofnun eða samtök skuli njóta góðs af, þá getur hann gefið dánargjöf. Sé viðkomandi þiggjandi stofnun eða félaga til almannaheilla greiðir viðtakandi ekki erfðafjárskatt af gjöfinni og getur nýtt gjöfina eða andvirði hennar í starfsemi sinni.
Í þessu skjali er unnt að kveða á um hver skuli fá gjöfina og með hvaða skilyrðum gjöfinni fylgja. Slík skilyrði verða að vera sanngjörn og þess eðlis að þeim sé hægt að framfylgja.
Gert er ráð fyrir að lögbókandi í viðkomandi umdæmi votti yfirlýsinguna
Gerð skjals | Erfðamálefni, Fjölskylduréttur |
Efnisorð | dánargjöf, gjöf |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.