Kaupsamningur og afsal fyrir skráningarskylt ökutæki

Áður en sala á sér stað á  notuðu skráningarskyldu ökutæki er ráðlegt að láta fagaðila ástandsskoða ökutækið og fá ástandsskýrslu. Nauðsynlegt er að afla veðbókarvottorðs og ferilskrár umrædds ökutækis auk stöðu opinbera gjalda og stöðu gagnvart tryggingafélagi, þar sem bæði ríkissjóður og tryggingafélag hafa heimild til að gera lögtak í ökutækinu fyrir vangreiddum gjöldum og tryggingum. Ítarlegar upplýsingar […]

Kaupsamningur og afsal fyrir rafskutlur, skellinöðrur eða skráningarskyld mótórhjól

Áður en sala á sér stað á  notuðu skráningarskyldu hjóli er ráðlegt að láta fagaðila ástandsskoða hjólið og fá ástandsskýrslu. Nauðsynlegt er að afla veðbókarvottorðs og ferilskrár umrædds hjóls auk stöðu opinbera gjalda og stöðu gagnvart tryggingafélagi, þar sem bæði ríkissjóður og tryggingafélag hafa heimild til að gera lögtak í hjólinu fyrir vangreiddum gjöldum og tryggingum. Ítarlegar upplýsingar […]

Samningur um kaup á lausamunum

Þegar keyptir eru notaðir, nýlegir eða nýir hlutir af einstaklingi t.d. í gegnum sölusíður á vefnum þá er mikilvægt að gerður sé um það formlegur kaupsamningur. Þar þurfa nöfn aðila koma fram, upplýsingar heimilsfang, síma og netfang, hvað er selt, ástand hins selda og kaupverð. Einnig er nauðsynlegt að seljandi lýsi því yfir að hann […]

Umboð, almennt

Umboð þetta er staðlað og gerir ráð fyrir að viðkomandi fylli sjálfur inn til hvers umboðið eigi að taka. Gæta þarf vel og vandlega að orðalaginu í umboðinu þannig að skýrt komi fram til hvers sé ætlast af umboðshafa, þ.e.a.s. hversu víðtækt umboð hans er og til  hvaða aðgerða umboð hans á að taka. Umboð […]

Kaupsamningur og afsal um gæludýr

Er aðilar ákveða að bæta við nýjum fjölskyldumeðlimi úr dýraríkinu þá þarf stundum að kaupa slíkt gæludýr. Oft á tíðum er um mikinn kostnað að ræða, einkum og sér í lagi ef um er að ræða hunda og ketti af verðlaunakyni sem eru hreinræktaðir, sama á við um hesta, og ýmis önnur dýr. Samningur þessi […]