Greiðsluáskorun

Lokaðagerð við innheimtu krafna áður en farið er með málið til úrlausnar fyrir héraðsdómstól í viðkomandi umdæmi er að send er út greiðsluáskorun með birtingarvottorði, með stefnuvotti. Tiltaka verður kröfuna nákvæmlega og heimildarskjölin að baki henni, enda byggist væntanlegt dómsmál á efni greiðsluáskorunar. Ef  nota á greiðsluáskorunina í stefnugerð og/eða kröfu um gjaldþrotaskipti verður að […]

Greiðsluáskorun vegna leigu og aðvörun um riftun

Ef vanefndir á greiðslu húsaleigu og hússjóðs standa yfir lengur en 2 mánuði þá ber leigusala að senda út Greiðsluáskorun um greiðslu leigu ásamt tilkynningu um að verði leigan ekki greidd verði farið í að rifta á leigusamningi á grundvelli 1.tl. 61. gr. laga nr. 36/1994, með síðari breytingum. Skjalið er gott að prenta í […]

Birtingarvottorð

Ef verið er að beina lagalega skuldbindandi yfirlýsingum að viðtakanda, s.s. greiðsluáskorunum, uppsögnum, riftunum, ýmsum lagalega bindandi yfirlýsingum og stefnum, þá þarf að birta með sannanlegum hætti, með hliðsjón af ákvæðum réttarfarslaga. Einkum er mikilvægt að birting sé gerð með þessum hætti ef um er að ræða efni sem er á leið fyrir dómstóla, s.s. […]

Aðfararbeiðni til héraðsdómstóls um útburð

Komi til þess að leigjandi vanefni skyldur sínar samkvæmt leigusamningi, einkum með því að greiða ekki húsaleigu, þarf að senda honum greiðsluáskorun og yfirlýsingu um riftun. Í kjölfarið þarf að senda út áskorun um að húsnæðið verði rýmt fyrir ákveðinn tíma. Verði leigjandi ekki við þeirri áskorun þá hefur leigusali þann eina möguleika að krefjast […]