Stjórnarmenn og varastjórnarmenn, prókúruhafar, framkvæmdastjórar og firmaritun í einkahlutafélagi

Í starfandi einkahlutafélögum verður að vera til yfirlit yfir stjórnarmenn, varastjórnarmenn, prókúruhafa, firmaritun og framkvæmdastjóra félagsins svo hægt sé að hafa sem gleggsta yfirsýn yfir það hverjir séu bærir til að koma fram fyrir hönd félagsins. Gott er að hafa til staðar lista sem er uppfærður jafnóðum og jafnvel geymdur bæði útprentaður og með rafrænum […]

Skrá um hlutaeign og hagsmuni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra

Á grundvelli 43. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, er lögð sú skylda á stjórnarmenn og framkvæmdastjóra einkahlutafélags að gefa stjórn félagsins skýrslu um hlutaeign sína og sérstök réttindi og/eða hagsmuni. Til að fá betri yfirsýn er mælt með því að stjórn félagsins haldi skrá um hlutaeign og hagsmuni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra […]

Staðfesting stjórnar um hlutafjáreign á ensku

Attestation of the board of directors regarding nominal shareholding according to its registry The general rule according to Act no. 138/1994, on private limited liability companies, as amended, is that no shares are issued on paper. The board of directors has the authorization to issue an Attestation of the nominal shareholding of its shareholders upon […]

Staðfesting stjórnar um hlutafjáreign

Almenna reglan er að í einkahlutafélögum er starfa á grundvelli laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, eru ekki gefin út hlutabréf en stjórn félagsins er heimilt að gefa út hlutaskrá skv. 2. mgr. 19. gr. fyrrnefndra laga, eða að kröfu hluthafa eða veðhafa samkvæmt 5. mgr. 19. gr. laganna, að gefa út staðfestingu […]

Stofnun einkahlutafélags

Á íslensku og ensku. Stofnsamningur, stofnfundargerð og samþykktir Einkahlutafélög starfa á grundvelli laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum. Ábyrgð hluthafa í einkahlutafélögum takmarkast við hlutafé þeirra, hvers og eins, að nafnvirði. Félögin eru formföst, lúta ströngum lagaramma. Óheimilt er að greiða út fjármuni félagsins til hluthafa nema í formi launa, arðs eða hlutafjárlækkunar, […]

Gátlisti vegna stofnunar einkahlutafélags

Við stofnun einkahlutafélags á grundvelli laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, verða eftirfarandi atriði að koma fram í stofngögnum félagsins. Það verður að gæta að eftirfarandi atriðum við stofnun félagsins ásamt því að gæta að hæfi stjórnarmanna, en þeir mega ekki hafa hlotið dóm á síðastliðnum 3 árum vegna skattalaga eða bókhaldsbrota, verða […]

Gátlisti fyrir skjölun hjá einkahlutafélögum

Í einkahlutafélögum sem eru stofnuð, skráð og starfrækt á grundvelli laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, skal hafa eftirfarandi skjöl tiltæk á skrifstofu félagsins. Gerð skjals Félagaréttur, Hlutafélög (hf. og ehf.), Stofnun, Stofnun Efnisorð gátlisti Forskoðun Dagsetning útgáfu

Umboð, almennt

Umboð þetta er staðlað og gerir ráð fyrir að viðkomandi fylli sjálfur inn til hvers umboðið eigi að taka. Gæta þarf vel og vandlega að orðalaginu í umboðinu þannig að skýrt komi fram til hvers sé ætlast af umboðshafa, þ.e.a.s. hversu víðtækt umboð hans er og til  hvaða aðgerða umboð hans á að taka. Umboð […]

Umboð til að fara með atkvæði á hluthafafundi

Í samþykktum einkahlutafélaga er almennt gert ráð fyrir að hluthafar geti falið umboðsmanni að mæta á tiltekinn aðalfund. Í 56. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, er að finna lagaheimild til að veita slíkt umboð. Umboðsmaðurinn tekur þá þátt í meðferð máls og beitir þeim atkvæðarétti sem hlutafjáreign hluthafans fylgja. Umboðsmaður þarf […]

Yfirlýsing um eignaleysi og greiðsluerfiðleika lögaðila

Hátti svo til hjá lögaðila að fjárhagslegar skuldbindingar séu orðnar félaginu ofviða þannig að kröfuhafi/lánardrottinn félagsins getur ekki fengið fullnustu krafna sinna þá getur skuldari gefið út yfirlýsingu um eignaleysi og greiðsluerfiðleika á grundvelli 1.mgr. 64., sbr. 4.tl. 2.mgr. 65.gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., með síðari breytingum. Með undirritun slíkrar yfirlýsingar er skuldari […]