Uppsögn á leigusamningi

Hafi verið gerður ótímabundin húsaleigusamningur milli leigusala og leigutaka og óski annar aðilinn eftir því að segja leigunni upp á grundvelli húsaleigusamnings milli aðila sbr. ákvæði XI. kafla laga húsaleigulaga nr. 36/1994, með síðari breytingum, einkum og sér 55.gr., sbr. 56.gr.  laganna, þá ber honum að senda skriflega uppsögn með sannanlegum hætti. Uppsögn verður að […]

Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði

Um útleigu á atvinnuhúsnæði gilda húsaleigulög nr. 36/1994, með síðari breytingum. Lögin hafa að geyma lágmarksákvæði sem gilda um alla leigusamninga og eru til fyllingar undirrituðum leigusamningi. Í leigusamningi er heimilt að hafa aukaákvæði sem eru umfram lágmarksákvæði laganna. Óheimilt er að skerða réttindi og skyldur sem kveðið er á um í lögunum í leigusamningi, […]

Yfirlýsing um samþykki leigutaka á frjálsri skráningu

Þegar verið er að byggja fasteign undir atvinnustarfsemi getur byggingaraðilinn fengið eignina skráða sérstakri skráningu á grundvelli I. kafla reglugerðar nr. 577/1989, með síðari breytingum, um frjálsa og sérstaka skráningu fasteigna vegna leigu eða sölu á fasteign. Samkvæmt reglugerðinni verður sá sem sækir um sérstaka skráningu að tilgreina í umsókn sinni þá fasteign sem skráningunni […]

Yfirlýsing um riftun leigusamnings

Vanefni leigutaki að verulegu leyti skyldur sínar samkvæmt leigusamningi getur leigusali byrjað á að senda út greiðsluáskorun. Helstu vanefndir leigutaka eru yfirleitt þær að  hann greiði ekki umsamdar leigugreiðslur á réttum gjalddögum. Einnig getur verið að hann brjóti til að mynda umgengisskyldur og/eða hið leigða liggur undir skemmdum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis leigutaka. Sama á […]

Greiðsluáskorun vegna leigu og aðvörun um riftun

Ef vanefndir á greiðslu húsaleigu og hússjóðs standa yfir lengur en 2 mánuði þá ber leigusala að senda út Greiðsluáskorun um greiðslu leigu ásamt tilkynningu um að verði leigan ekki greidd verði farið í að rifta á leigusamningi á grundvelli 1.tl. 61. gr. laga nr. 36/1994, með síðari breytingum. Skjalið er gott að prenta í […]

Yfirlýsing um móttöku og kvitttun fyrir skilum lykla

Við leigu húsnæðis eða ráðningu starfsfólks þarf oft að afhenda lykla og/eða öryggiskóða. Tryggja þarf að viðtakandi staðfesti viðtöku tiltekins fjölda lykla og/eða öryggiskóða sem honum ber að skila að lokinni leigu eða starfi.  Stundum er lögð fram lyklatrygging sem viðtakandi fær endurgreidda við skil lykla og/eða öryggiskóða. Jafnframt koma fram reglur og yfirlýsing viðtakanda […]

Húsaleigusamningur

Í stuttu máli er húsaleigusamningur samningur milli leigusala og leigjanda sem stjórnar því hvaða reglur og skilmálar eiga að gilda um leigu á húsnæðinu. Innihald leigusamnings er ákvarðað af húsaleigulögunum og í mörgum tilvikum eru ákvæði laganna ófrávíkjanleg  þar sem þeim er ætlað  að vernda leigjandann. Leigusamningurinn inniheldur mikilvægustu skilmálana og skilyrðin sem gilda um […]

Húsaleigusamningur geymsluhúsnæði tímabundinn

Um húsaleigu gilda lög nr. 36/1994, með síðari breytingum. Lögin hafa að geyma lágmarksákvæði sem gilda um alla leigusamninga nema þar sem kveðið er á um annað sérstaklega þ.e.a.s. ef samið er um eitthvað umfram lögin. Óheimilt er að skerða réttindi og skyldur sem kveðið er á um í lögunum í leigusamningi, þar sem um lágmarksákvæði er […]

Húsaleigusamningur geymsluhúsnæði ótímabundinn

Um húsaleigu gilda lög nr. 36/1994, með síðari breytingum. Lögin hafa að geyma lágmarksákvæði sem gilda um alla leigusamninga nema þar sem kveðið er á um annað sérstaklega þ.e.a.s. ef samið er um eitthvað umfram lögin. Óheimilt er að skerða réttindi og skyldur sem kveðið er á um í lögunum í leigusamningi, þar sem um lágmarksákvæði er […]

Aðfararbeiðni til héraðsdómstóls um útburð

Komi til þess að leigjandi vanefni skyldur sínar samkvæmt leigusamningi, einkum með því að greiða ekki húsaleigu, þarf að senda honum greiðsluáskorun og yfirlýsingu um riftun. Í kjölfarið þarf að senda út áskorun um að húsnæðið verði rýmt fyrir ákveðinn tíma. Verði leigjandi ekki við þeirri áskorun þá hefur leigusali þann eina möguleika að krefjast […]