Ástandsskýrsla við upphaf leigu
Þegar húsnæði er tekið á leigu er góð venja að gera sameiginilega úttekt ástandi hins leigða, húsnæði og innanstokksmunum sem fylgja. Það er algengt að allir séu af vilja gerðir við upphaf leigutíma og hitt og þetta sé ákveðið að laga með tíð og tíma. En tíð og tíma fylgir oft að það fennir yfir og enginn man nákvæmlega hvað var sagt og hver lofaði hverju. Þá er því ágætt að hafa skjal sem þetta við höndinda til að geta rifjað upp ákvarðanir og ástand.
Skjalinu er ekki ætlað að vera annað en minnislisti sem báðir aðilar eru sammála um. Það á ekki að vera íþyngjandi né þvingandi þar sem það inniheldur aðeins atriði sem sæst er á við upphaf leigu.
Best fer á því að báðir aðilar hafi afrit af skjalinu og það fylgi leigusamningi. Það er líka ráðlegt að geta skjalsins í leigusamningnum svo það sé haft til hliðsjónar komi til ágreinings. Þá getur verið stuðningur í því að aðilar hafi með sér óháðan aðila sem báðir eru sáttir við eða hvor með sinn ráðgjafa eða vott þegar farið er yfir húsnæðið. Með því má forðast persónulega túlkun síðar.
Einnig er gott að taka myndir, hvort heldur til standi að laga eitthvað sem betur mætti fara eða það sé í góðu ástandi. Slíkar myndir má styðjast við ef eitthvað hefur mögulega orðið fyrir skaða eða talið hafa skaðast umfram eðlilegt slit.
Með samkomulagi sem þessu er hægt að draga verulega úr hættunni á að ágreiningur komi upp.
Athuga skal sérstaklega kafla 3 til 5 í lögum um húsaleigu, þar er fjallað um ástand, viðhald og rekstur.
Gerð skjals | Fasteignaréttur, Leiga og framleiga |
Efnisorð | leigumál, skýrsla, úttekt |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu | 14/09/2020 |
Lokað er fyrir athugasemdir.