Almennt hluthafasamkomulag

Hluthafar í einkahlutafélögum er starfa á grundvelli laga nr. 138/1994, með síðari breytingum, geta annaðhvort allir, eða nokkrir, ákveðið að gera með sér hluthafasamning, sem er bindandi milli þeirra innbyrðis. Þeir eru bundnir af hluthafasamkomulaginu fram yfir aðrar skyldur sínar samkvæmt samþykktum félagsins, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.

Í slíku samkomulagi eru sett ákvæði um hvernig skuli beita atkvæðisrétti, hvernig stjórn félagsins skuli háttað, hvernig eigi að fara með skuldsetningu félagsins, eignakaup, eignasölu oþh., ráðningu lykilstarfsmanna ásamt innlausn og forkaupsrétti hluta. Oft er þar að finna ákvæði sem tryggja hag hluthafa við sölu, þar sem skylt er að að bjóða aðilum samkomulagsins öllum sömu kjör og í kauptilboði.

Gert er ráð fyrir að ágreiningur verði leystur fyrir gerðardómi á grundvelli laga nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma, með síðari breytingum.

Ráðningarsamning við lykilstarfsmenn má finna undir;

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , , , ,
Efnisorð
Forskoðun
Dagsetning útgáfu