Forsjáryfirlýsing við fráfall – fjárhaldsmaður

Í amstri lífsins er hugurinn oft ekki á því sem gæti gerst og hvernig bregðast eigi við því. Flestir tryggja veraldleg verðmæti sín með tryggingum er lúta að híbýlum, ökutækjum og öðrum eignum. Sumir huga að tryggingum gagnvart sjúkdómum og slysum. Þau verðmæti sem skipta langmestu máli gleymast þó oft í þessum hugleiðingum, en það eru börnin og framtíð þeirra. Hver fer með forsjá barnanna falli líffræðilegir foreldrar þeirra eða aðrir forsjársaðilar frá skiptir miklu máli.

Barnalög nr. 76/2003, með síðari breytingum, hafa að geyma lögákveðnar reglur um forsjá ósjálfráða barna á Íslandi. Séu tveir einstaklingar í hjúskap eða skráðri sambúð, fara báðir foreldrar með forsjá barnsins. Séu foreldrar barns hvorki í hjúskap né skráðri sambúð við fæðingu barns þá fer móðir þess ein með forsjána. Ef foreldri, sem er ekki í hjúskap og fer eitt með forsjá barns síns, gengur í hjúskap með öðrum en hinu foreldrinu, þá geta foreldri og stjúpforeldri samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Hið sama á við ef foreldri hefur tekið upp sambúð með öðrum en hinu foreldrinu enda hafi skráð sambúð í þjóðskrá staðið samfleytt í eitt ár. Samningur öðlast gildi við staðfestingu sýslumanns. Leita skal umsagnar þess blóðforeldris sem ekki fer með forsjá barns og um samninginn gilda að öðru leyti ákvæði 32. gr. barnalaga eftir því sem við á.

Við andlát forsjársforeldris þá gilda eftirfarandi reglur;

Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra andast og fer þá eftirlifandi foreldri eitt með forsjána ásamt maka sínum eða sambúðarmaka, sbr. [29. gr. a], 1) ef því er að skipta.

Nú hefur annað foreldrið farið með forsjá barns og fer þá stjúpforeldri eða sambúðarforeldri, sem einnig hefur farið með forsjána, sbr. [29. gr. a], 1) áfram með forsjá eftir andlát forsjárforeldris.

Við andlát foreldris sem farið hefur eitt með forsjá barns hverfur forsjá þess til hins foreldrisins.

Við andlát forsjárforeldris má með samningi skv. 32. gr. eða dómi fela öðrum forsjá barns, að kröfu hans, en þeim sem forsjá annars fellur til skv. 1.–3. mgr. ef það er barni fyrir bestu.

Verði barn forsjárlaust vegna andláts forsjárforeldra hverfur forsjá þess til barnaverndarnefndar.

Nú hafa forsjárforeldrar ákveðið hver eða hverjir fara skuli að þeim látnum með forsjá barns þeirra og skal þá eftir því farið nema sú ákvörðun sé andstæð lögum eða annað þyki barni fyrir bestu.

Á Norðurlöndum hefur það færst í vöxt að gert sé svokallað “Børnetestament” um þau atvik þegar forsjárforeldrar barna falla frá áður en börnin eru orðin sjálfráða. En hér er um að ræða yfirlýsingu um hver eigi að fara með forsjá barnsins við fráfall forsjársforeldris, eins eða beggja. Það getur verið aðkallandi að gera slíka yfirlýsingu í þeim tilvikum þegar barn hefur eingöngu einn forsjáraðila, þ.e.a.s. hann er hvorki í skráðri sambúð, hjúskap, né á annað lífræðilegt foreldri á lífi. Til að mynda þegar um er að ræða IVF meðferðir með gjafasæði eða gjafaeggjum, og þar sem einstaklingur stendur einn að meðferðinni án þess að vera í hjúskap eða skráðri sambúð.

Hið sama á við í þeim tilvikum þegar annað líffræðilegt foreldri barnsins hefur ekki komið að uppeldi þess og barnið þekkir viðkomandi ekki,  eða aðstæður eru með þeim hætti að óvarlegt má telja að sá aðili fari með forsjá barnsins, enda væri það andstætt hagsmunum barnsins. Í 6. mgr. 30. gr. barnalaga nr. 76/2003, með síðari breytingum, er kveðið á um heimild til að ákveða með yfirlýsingu hver eða hverjir eigi að fara með forsjá barns að forsjársforeldri látnu. Samkvæmt lögunum ber að fara eftir slíkri yfirlýsingu nema sú ákvörðun sé andstæð lögum eða annað þyki barni fyrir bestu.

Hér er einnig byggt á því að forsjársaðilar skuli vera fjárhaldsmenn barnanna á grundvelli sbr. 8.mgr. 51. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, með síðari breytingum, þar sem óskað er eftir því að ákveðnir aðilar verði fjárhaldsmenn ólögráða barna og er yfirleitt farið eftir þeirri ósk.

Þá er gert ráð fyrir því í skjali þessu að börnin gætu átt eignir eða arf í vændum eftir foreldra sína og að stofna skuli sérstakan bankareikning/sjóð í nafni hvers barns og leggja inn á þann reikning fjárhæð sem svarar til tvöfalds lágmarksmeðlags eins og það er ákveðið á hverjum tíma þar til barnið er fullra 18 ára. Er byggt á því að forsjáraðili hafi heimild til að ráðstafa allt að tvöföldu lágmarksmeðlagi af reikningi hvers barns í þágu barnsins, til að standa straum af kostnaði við framfærslu og uppeldi barnsins.

Yfirlýsing skv. 6. mgr. skal gefin bréflega og skal undirritun hennar staðfest af sýslumanni eða lögmanni. Það skal skýlaust tekið fram að útgefandi yfirlýsingarinnar hafi ritað nafn sitt eða kannast við undirritun sína í viðurvist þess er undirskriftina staðfestir og að honum hafi verið leiðbeint um réttaráhrif yfirlýsingarinnar. Mælt er með því að pantað sé viðtal í sifjadeild viðkomandi sýslumannsembættis til að rita undir yfirlýsingu þessa og fá staðfestingu sýslumanns á undirritun hennar. Í þeim tilvikum skráir sýslumaður yfirlýsinguna í sifjamálabækur embættisins þannig að afrit er til á opinberum stað. Eins er gott að upplýsa aðstandendur um tilvist yfirlýsingarinnar og geyma eintak af yfirlýsingu þessari á tryggum stað, t.d. í bankahólfi.

Ráðlegt er að ganga frá erfðaskrá þar sem tiltekið er hverning sjá skuli fyrir börnum og hvaða heimildir fjárhaldsmenn hafa til að ráðstafa arfi barnanna.

Börn geta undir ákveðnum skilyrðum átt rétt á barnalífeyri.

Tengd skjöl

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , ,
Efnisorð , , , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
4 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.