Erfðaskrá, engir skylduerfingjar, til nokkurra aðila með skilyrðum
Einstaklingur sem ekki á skylduerfingja á lífi getur ráðstafað öllum arfi sínum. Hann getur ráðstafað eignum sínum með ýmsum hætti til ýmissra aðila og sett ýmis skilyrði fyrir arfinum.
Það verður að votta erfðaskrána með þar til bærum arfleiðsluvottum og eða sem er öruggast að fá vottun lögbókanda í heimilisvarnarþinghá viðkomandi arfleifanda. Lögbókandi (Notarius publico) er sýslumaður í viðkomandi umdæmi. Til að mynda er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Lögbókandi fyrir öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Gjald er tekið að fjárhæð kr. 5.000,- fyrir vottun erfðaskrár. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er að Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi. Arfleifandi verður að sanna deili á sér með gildum persónuskilrikjum og eða vegabréfi og má ekki vera beittur þvingunum við að koma til lögbókanda.
Gerð skjals | Erfðamálefni, Fjölskylduréttur |
Efnisorð | andlát, arfur |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |