Birtingarvottorð

Ef verið er að beina lagalega skuldbindandi yfirlýsingum að viðtakanda, s.s. greiðsluáskorunum, uppsögnum, riftunum, ýmsum lagalega bindandi yfirlýsingum og stefnum, þá þarf að birta með sannanlegum hætti, með hliðsjón af ákvæðum réttarfarslaga. Einkum er mikilvægt að birting sé gerð með þessum hætti ef um er að ræða efni sem er á leið fyrir dómstóla, s.s. greiðsluáskoranir, yfirlýsingar, riftun og þess háttar. Birting með birtingarvottorði sem framkvæmd er af stefnuvotti er sterkasta sönnun á réttri birtingu.

Fylla þarf út birtingarvottorð sem er fest við það skjal sem á að birta og síðan er farið með gögnin til stefnuvotts/birtingarmanns. Hvert umdæmi er með stefnuvott og unnt er að afla upplýsinga um þá á vef sýslumanna sbr. vefslóðina; https://www.syslumenn.is/embaettin/stefnuvottar/.

Greiða þarf þeim samkvæmt gjaldskrá. Fylla þarf út allar upplýsingar um viðtakanda, fyrirsvarsmann viðtakanda, nafn og upplýsingar um sendanda og hvenær megi birta í síðasta lagi fyrir viðkomandi. Einnig þarf að merkja við í viðeigandi reit hvað verið sé að birta. Stefnuvottur birtir og kemur síðan birtingarvottorðinu ásamt afriti af skjalinu til sendanda.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , , , ,
Efnisorð ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
38 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.