Húsaleigusamningur geymsluhúsnæði tímabundinn
Um húsaleigu gilda lög nr. 36/1994, með síðari breytingum. Lögin hafa að geyma lágmarksákvæði sem gilda um alla leigusamninga nema þar sem kveðið er á um annað sérstaklega þ.e.a.s. ef samið er um eitthvað umfram lögin. Óheimilt er að skerða réttindi og skyldur sem kveðið er á um í lögunum í leigusamningi, þar sem um lágmarksákvæði er að ræða.
Nauðsynlegt er að tiltaka nákvæmlega hvernig hið leigða húsnæði er úr garði gert og er þá átt við lýsingu á hinu leigða, stærð, herbergjafjölda og fylgihlutum og á hvaða hæð eða í hvaða stigangi eignin er staðsett, ásamt húsbúnaði og tækjum ef hann fylgir og lýsing á gólfefnum.
Ráðlegt er að leigusali og leigjandi taki út húsnæðið, og ástand þess, við upphaf og lok leigutíma. Með því er unnt að spara bæði fjármuni og leiðindi á síðari tímum, m.a. ef kemur til endurgreiðslu á framlagðri leigutryggingu. Einnig geta aðilar ákveðið að fá hlutlausan faglegan úttektarmann til að annast slíka úttekt og deili þeim kostnaði á milli sín.
Gerð skjals | Fasteignaréttur, Leiga og framleiga |
Efnisorð | geymsla, leigumál, samningar |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |