Vörumerkið E-skjöl er í eigu og rekstri félagsins E-skjöl ehf, kt. 500321-0670 ásamt þeirri þjónustu sem aðgengileg er á vefsíðunni E-skjöl.is.
E-skjöl eru stafrænn vettvangur til að deila lögfræðilegum skjölum, upplýsingum og þekkingu í formi skjala á Word-, Excel-, Power Point- eða PDF-sniði. Kaupandi fær afnotarétt á því efni sem hann hleður niður, til eigin nota eða í þágu viðskiptavinar.
Seljendur eru eingöngu lögmenn eða aðrir löglærðir aðilar sem E-skjöl viðurkenna. Þessi regla er sett til að tryggja að allt efni standist ítrustu gæðakröfur.
Sjá leiðbeiningar um sölu og söluskilmála.
Seljandi er ábyrgur fyrir því efni sem hann býður, gæðum þess og gildi þeirra skjala sem boðin eru til sölu á vettvangi E-skjala. E-skjöl miðla einungis skjölum seljanda og eru þar af leiðandi ekki ábyrg fyrir því efni er seljandi býður.
Kaupendur geta verið hverjir sem eru, t.a.m. lögmenn, lögfræðingar, endurskoðendur, bókhaldarar, verslunareigendur, atvinnurekendur og einkaaðilar. Þegar viðskiptin eru frágengin er hægt að hlaða niður og vinna með viðkomandi skjal/skjöl. Sjá leiðbeiningar um kaup og kaupskilmála.
Ekki myndast almennt samband skjólstæðings og lögmanns við kaup. Hafi kaupandi þörf fyrir lögfræðiráðgjöf umfram kaup á skjali getur kaupandi haft samband beint við seljanda og óskað eftir ráðgjöf, eða seljandi áframsent erindið á lögmannsstofu sem hann á í samstarfi við.