Kaupsamningur og afsal fyrir rafskutlur, skellinöðrur eða skráningarskyld mótórhjól

Áður en sala á sér stað á  notuðu skráningarskyldu hjóli er ráðlegt að láta fagaðila ástandsskoða hjólið og fá ástandsskýrslu. Nauðsynlegt er að afla veðbókarvottorðs og ferilskrár umrædds hjóls auk stöðu opinbera gjalda og stöðu gagnvart tryggingafélagi, þar sem bæði ríkissjóður og tryggingafélag hafa heimild til að gera lögtak í hjólinu fyrir vangreiddum gjöldum og tryggingum.

Ítarlegar upplýsingar um hjólið þurfa að vera tiltækar s.s. um km stöðu, árgerð og fyrsta skráningardag hjóls og hvaða búnaður fylgi hjólinu, svo koma megi í veg fyrir ágreining á síðari stigum. Ferilskrá fæst hjá Samgöngustofu og veðbókarvottorð hjá sýslumanni. Hringja þarf í viðkomandi tryggingafélag til að fá stöðu trygginga og síðan þarf að tilkynna inn nýjan eiganda*. Einnig þarf að afla gagna um stöðu gjalda.

Seljanda ber að sjá til þess að öll skjöl og opinber gögn liggi fyrir við kaupsamning. Kaupanda ber að ganga úr skugga um ástand hjólsins m.a. með því að afla sér ástandsskýrslu. Farist það fyrir þá getur það leitt til þess að kaupandi geti ekki borið fyrir sig galla á síðari stigum komi slíkt fram.  

Almennar ráðleggingar eru að ganga ekki frá kaupum á notuðu vélknúnu hjóli um helgar án þess að nýtt veðbókarvottorð sé til staðar, dags. sama dag og kaupsamningur og afsal er gert.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu