Samningur um kaup á lausamunum

Þegar keyptir eru notaðir, nýlegir eða nýir hlutir af einstaklingi t.d. í gegnum sölusíður á vefnum þá er mikilvægt að gerður sé um það formlegur kaupsamningur. Þar þurfa nöfn aðila koma fram, upplýsingar heimilsfang, síma og netfang, hvað er selt, ástand hins selda og kaupverð. Einnig er nauðsynlegt að seljandi lýsi því yfir að hann eigi hið selda en samkvæmt 263. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, getur það varðað kaupanda sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum, kaupi hann eða taki við hlutum, sem fengnir hafa verið með auðgunarglæp, t.d. þjófnaði, og hann hefur við móttökuna eða kaupin sýnt af sér stórfellt gáleysi.

Séu kaup gerð án kaupsamnings þá er sönnunarstaða aðila fyrir viðskiptunum erfið. Hér gæti seljandi til að mynda borið á kaupanda að hann hafi stolið munum frá honum eða hann hafi ekki greitt fyrir. Er mælt með því að greiðsla eigi sér stað með millifærslu á bankareikning til að sanna að greiðsla hafi átti sér stað.

Um slík viðskipti milli einstaklinga gilda ekki ákvæð um neytendakaup.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
2 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.