Stofnun einkahlutafélags

Á íslensku og ensku.

Stofnsamningur, stofnfundargerð og samþykktir

Einkahlutafélög starfa á grundvelli laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum. Ábyrgð hluthafa í einkahlutafélögum takmarkast við hlutafé þeirra, hvers og eins, að nafnvirði. Félögin eru formföst, lúta ströngum lagaramma. Óheimilt er að greiða út fjármuni félagsins til hluthafa nema í formi launa, arðs eða hlutafjárlækkunar, eftir atvikum, og gilda um það skýrar reglur. Hér er m.a. átt við að ekki er unnt að nota einkahlutafélag til að fjármagna einkaneyslu hluthafa. Stjórnarmenn bera bæði skaðabóta- og refsiábyrgð á stöfum sínum og þeim ber að fara í rekstri félagsins eftir fyrirmælum laga nr. 138/1994, og bókhaldslaga og öðrum lögum sem fjalla um reikningshald, þ.m.t. skattalög, eins og þau eru á hverjum tíma. Stjórnarmenn verða að vera fjár síns ráðandi, þ.e.a.s. mega ekki vera gjaldþrota, og mega ekki á sl. 3 árum hafa fengið dóm vegna skattalaga eða bókhaldsbrots í starfsemi félaga. Þeir þurfa einnig að vera með heimilisfesti á EES svæðinu. Ákveða þarf hvort félagið hafi óháðan skoðunarmann reikninga, þ.e.a.s. aðila sem er ekki löggiltur endurskoðandi, og ef svo er þá þarf einnig að vera varaskoðunarmaður. Félög sem fara yfir ákveðna veltu verða að hafa löggiltan endurskoðanda eða viðurkennt endurskoðunarfélag. Hér þarf einnig að athuga hver eigi að fara í stjórn, sé einn hluthafi þá er nóg að hafa einn stjórnarmann og einn til vara og hann getur einnig verið framkvæmdastjóri. Séu hluthafar fleiri þá getur hluthafi ekki bæði verið formaður stjórnar/stjórnarmaður og framkvæmdastjóri.

Það þarf að skrá félagið hjá Skattinum og fylla út allar upplýsingar um félagið og votta undirskriftir undir tilkynningar. Jafnframt þarf að fylla út eyðublað hjá Skattinum (ebl. RSK 17.27) í tengslum við raunverulega eigendur og votta það við stofnun félagsins. Skráning getur tekið allt að 10 daga séu engar athugasemdir.

Ef félagið á að vera í atvinnurekstri þarf einnig þarf að skrá félagðið sem launagreiðanda og fá virðisaukaskattsnúmer hjá Skattinum (ebl. RSK 5.02)

Gátlistar vegna stofnunar einkahlutafélags sem gott er að hafa við hendina þegar stofnun er undirbúin.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , , ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
39 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.