Skilyrt veðleyfi – skematískt

Þegar færa þarf veð af einni fasteign yfir á aðra er útbúið skilyrt veðleyfi, þar sem veð er flutt af ákveðnum veðrétti yfir á sambærilegan ef ekki betri veðrétt á annarri eign. Aðrir veðhafar á eigninni sem á að flytja veðið á verða að samþykkja þennan gjörning ásamt skuldareiganda veðsins sem verið er að flytja. Hér þarf að tiltaka nákvæmlega veðið og fasteignir og hver verður röð veða að breytingu lokinni.

Gjörningurinn grundvallast á samþykki veitanda veðs og lánadrottna á nýrri röð veða og breytingar, aflétting og ný veð í nýrri röð, eiga sér stað í sama mund.

Uppgreiðsluverðmæti lánsins verður að koma fram og einnig staðfestar upplýsingar um áhvílandi veð á því sem flytja á veð á.

Skilyrði er að veðleyfi verði gefið áður en eign sem veð er flutt af verði leyst úr veðböndum.

Skjal þetta þarf að vera gert í þríriti hið minnsta þar af eitt á löggildan skjalapappír til þinglýsingar og önnur til handa aðilum.

Fastanúmer má finna á vef Þjóðskrár Íslands

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , , , ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu