Greiðsluáskorun
Lokaðagerð við innheimtu krafna áður en farið er með málið til úrlausnar fyrir héraðsdómstól í viðkomandi umdæmi er að send er út greiðsluáskorun með birtingarvottorði, með stefnuvotti. Tiltaka verður kröfuna nákvæmlega og heimildarskjölin að baki henni, enda byggist væntanlegt dómsmál á efni greiðsluáskorunar. Ef nota á greiðsluáskorunina í stefnugerð og/eða kröfu um gjaldþrotaskipti verður að huga vel að því að tiltaka allt sem við á því ekki er hægt að byggja stefnu á atriðum sem ekki koma þar fram. Í greiðsluáskorun þessari er áskorun um að skuldari lýsi yfir gjaldfærni sinni innan þriggja vikna frá dagsetningu greiðsluáskorunarinnar annars verði farið beint í að knýja á um gjaldþrot skuldara á grundvelli 5.tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrot, með síðari breytingum.
Taka verður saman öll gögn sem liggja að baki og festa þau við sem fylgiskjöl við greiðsluáskorunina. Það að öll gögn liggi fyrir með skýrum hætti við greiðsluáskorun auðveldar stefnugerð síðar.
Kröfuhafi getur alltaf ákveðið að gera greiðslusamkomulag við skuldara náist samningsgrundvöllur vegna kröfunnar og greiði skuldari kröfuna að fullu þarf kröfuhafi að gefa út yfirlýsingu um fullnaðargreiðslu.
Skref innheimtu eru:
- Tilkynning um ógreidda kröfu.
- Lokaviðvörun um ógreidda kröfu.
- Innheimtuviðvörun.
- Greiðsluáskorun.
- Stefna.
- Fullnusta, – fjárnám eða gjaldþrot.
Gerð skjals | Áskorun, Fullnusturéttur, Gjaldþrotaréttur, Greiðsluáskorun, Innheimta, Lögheimta, Millinnheimta |
Efnisorð | fjármál, vanskil |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |