Tilkynning um ógreidda kröfu

Fyrsta skref innheimtu

Þegar ákveðið er að hefja innheimtuaðgerðir á eigin kröfum þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga. Lögmæt viðskipti á milli aðila (kröfuhafa og skuldara) þurfa að vera til staðar; þau geta byggst á samningum, veittri þjónustu eða sölu á vörum. Kröfuhafi verður að hafa gögn undir höndum sem sanna réttmæti kröfu hans og reiknings, s.s. afhendingar nótu, skriflegan samning, o.þ.h. Kröfuhafi gefur út reikning með gjalddaga og eindaga kröfunnar, en með hugtakinu gjalddagi er átt við þá dagsetningu þegar greiða á reikninginn, eindagi er almennt 7 til 12 dögum síðar, og er síðasta tækifæri til greiðslu reiknings án þess að við hann bætist aukakostnaður, s.s. dráttarvextir, sem reiknast frá eindaga kröfunnar. Einnig er heimilt að hafa gjalddaga og eindaga á sama degi. Eftir að reikningur hefur verið sendur út og krafa stofnuð í heimabanka á hendur skuldara og ein eða tvær áminningar hafa verið sendar, eða hringt í skuldara og hann minntur á skuldina, þá er næsta skref að senda út formlega innheimtuviðvörun á grundvelli 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008, með síðari breytingum. Í henni er tiltekið hvaða reikningar eru ógreiddir, þ.e.a.s. reikningsnr., dags. reiknings, gjalddagi og eindagi reiknings ef við á, auk höfuðstóls kröfunnar. Hafi verið greitt inná kröfuna þá þarf að tiltaka þær innágreiðslur með dagsetningu og draga þær frá  heildarkröfu. Síðan bætast eftir atvikum við vextir og dráttarvextir. Í lok innheimtuviðvörunar er skuldara gefin frestur í 10 daga að greiða kröfuna eða semja um hana ella verði leitað atbeina dómstóla eða annarra lögmætra innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga til innheimtu kröfunnar. Tilkynning um ógreidda kröfu og vanskil er send út að hámarki 2 sinnum og að þeim tíma liðnum er send út greiðsluáskorun með birtingarvottorði sem leiðir í raun til stefnugerðar og þar með er ferlið er komið í löginnheimtu. Það leiðir til þess að lánshæfnismat hans lækkar. Á þessu stigi þarf kröfuhafi að gera upp við sig hvort hann vilji að lögmaður taki við innheimtuferlinu með stefnugerð og fullnustu hjá sýslumanni eða hvort kröfuhafi vilji gera það sjálfur. Samkvæmt lögum þá hefur kröfuhafi eða fyrirsvarsmaður, heimild til að reka mál fyrir kröfuhafa fyrir dómstólum og sýslumönnum hér á landi. Engin heimild er til að taka að sér innheimtur fyrir þriðja aðila án þess að hafa innheimtuleyfi á grundvelli innheimtulaga nr. 95/2008, með síðari breytingum, eða vera starfandi lögmaður og félagsmaður í LMFI.

Kröfuhafi getur alltaf ákveðið að gera greiðslusamkomulag við skuldara náist samningsgrundvöllur vegna kröfunnar og greiði skuldari kröfuna að fullu þarf kröfuhafi að gefa út yfirlýsingu um fullnaðargreiðslu.

Skref innheimtu eru:

  1. Tilkynning um ógreidda kröfu.
  2. Lokaviðvörun um ógreidda kröfu.
  3. Innheimtuviðvörun.
  4. Greiðsluáskorun.
  5. Stefna
  6. Fullnusta, – fjárnám eða gjaldþrot.
Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals , , ,
Efnisorð , , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu