sign pen business document

Yfirlýsing um samþykki leigutaka á frjálsri skráningu

Þegar verið er að byggja fasteign undir atvinnustarfsemi getur byggingaraðilinn fengið eignina skráða sérstakri skráningu á grundvelli I. kafla reglugerðar nr. 577/1989, með síðari breytingum, um frjálsa og sérstaka skráningu fasteigna vegna leigu eða sölu á fasteign. Samkvæmt reglugerðinni verður sá sem sækir um sérstaka skráningu að tilgreina í umsókn sinni þá fasteign sem skráningunni er ætlað að ná til og verða eftirfarandi gögn að fylgja umsókninni:

  1. Skriflegur fullgildur og skuldbindandi kaupsamningur milli byggingaraðila og skattskylds aðila um fasteignina sem verður þinglýst á eignina hjá viðkomandi sýslumannsembætti.
  2. Yfirlýsing kaupanda um ætluð not hans á fasteigninni, sem verður að vera atvinnustarfsemi. Þessari yfirlýsingu verður að þinglýsa á eignina hjá viðkomandi sýslumannsembætti.
  3. Skuldbinding kaupanda um yfirtöku á kvöð um leiðréttingu innskatts, sbr. 3.mgr. 16.gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, verði breyting á notkun fateignarinnar sem hafi í för með sér breytingu á frádráttarrétti. Þessari yfirlýsingu verður að þinglýsa á eignina hjá viðkomandi sýslumannsembætti.

Á grundvelli þessarar skráningar hefur byggingaraðili heimild til að færa til innskattsfrádráttar í virðisaukaskattskilum sínum þann virðisaukaskatt sem til fellur á byggingartíma skv. reglugerð nr. 192/1993, með síðari breytingum,  sbr. 16. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, með síðari breytingum. Viðkomandi aðili fær þá sérstaka skráningu á grunnskrá virðisaukaskatts  vegna þessarar tilteknu fasteignar. Í kjölfarið er svo sótt um frjálsa skráningu og er innheimtur virðisaukaskattur af útleigu viðkomandi fasteignar þar til virðisaukaskattskvöðin hefur verið gerð upp að fullu við ríkissjóð. Í yfirlýsingunni verður að tiltaka hver endanleg fjárhæð kvaðarinnar kemur til með að vera.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu