Umboð til að annast sölu á fasteign
Hafi kaupandi fasteignar ekki tök á því að annast sjálfur umsýslu með kaupunum getur hann gefið aðila sem hann treystir umboð til að sjá um kaupin fyrir sig. Kaupandi verður þá bundinn af því sem umboðsmaður hans gerir í hans nafni, með sama hætti og hann hefði sjálfur komið að kaupunum og ritað undir nauðsynleg skjöl. Umboðsaðili verður að gæta sín á að fara aldrei út fyrir umboð sitt og skila réttmætum fjármunum aftur til kaupanda, ella skapar umboðsaðili sér bæði refsi – og skaðabótaábyrgð. Umboðsmennska í þessum tilvikum er vandmeðfarin og gæta verður þess að einungis traustsins verðum einstaklingum verði veitt slíkt umboð, aðilum með sterka siðferðiskennd og heiðarleika.
Umboðið verður að vera undirritað af viðkomandi aðila og prentað út á löggiltan skjalapappír þar sem umboðið fylgir með í þinglýsingu á eigninni. Greiða þarf fyrir þinglýsingu á umboðinu.
Sé um fleiri en einn kaupanda að ræða gefur hver þeirra sérstakt umboð.
Fasteigarnúmer er fengið hjá Þjóðskrá.
Gerð skjals | Fasteignaréttur, Kaup, sala og framsal |
Efnisorð | fjármál, umboð |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.