Umboð, almennt
Umboð þetta er staðlað og gerir ráð fyrir að viðkomandi fylli sjálfur inn til hvers umboðið eigi að taka. Gæta þarf vel og vandlega að orðalaginu í umboðinu þannig að skýrt komi fram til hvers sé ætlast af umboðshafa, þ.e.a.s. hversu víðtækt umboð hans er og til hvaða aðgerða umboð hans á að taka.
Umboð er lagalega skuldbindandi fyrir þann sem gefur það og því mikilvægt að vandað sé til verka.
Jafnframt þarf að ákveða hvort að um sé að ræða fullt og ótakmarkað umboð eða takmarkað. Með sama hætti þarf að ákveða hvort umboðið sé tímabundið eða ótímabundið.
Til að tryggja hagsmuni umboðshafa þá er rétt að með umboðinu fylgi eftirfarandi;
- Yfirlýsing um fjárræði og löggerningshæfi viðkomandi umboðsgjafa.
- Vottorð Þjóðskrár Íslands um að umboðsgjafi sé fjárráða og lögráða og ekki sviptur sjálfræði.
- Yfirlýsing umboðsgjafa og votta að því að hann geri umboð þetta óþvingað og geri sér grein fyrir efnisinntaki og hvaða heimildir það veiti.
Gerð skjals | Erfðamálefni, Fasteignaréttur, Félagaréttur, Fjölskylduréttur, Fullnusturéttur, Fyrirsvar / umboð, Fyrirsvar / umboð, Greiðslusamningar, Kaup og sala, Kaup, sala og framsal, Lögfræðileg viðfangsefni, Sala á hlutabréfum, Umboð, Veðsetning |
Efnisorð | fjármál, umboð |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.