Kaupsamningur og afsal um gæludýr

Er aðilar ákveða að bæta við nýjum fjölskyldumeðlimi úr dýraríkinu þá þarf stundum að kaupa slíkt gæludýr. Oft á tíðum er um mikinn kostnað að ræða, einkum og sér í lagi ef um er að ræða hunda og ketti af verðlaunakyni sem eru hreinræktaðir, sama á við um hesta, og ýmis önnur dýr. Samningur þessi tekur ekki til kaupa á dýrum á fæti til  notkunar í landbúnaði.

Margs er að gæta þegar dýr er tekið inn á heimili. Hver ætlar að sinna dýrinu, þrífa og fóðra? Eru einstaklingar á heimilinu eða tíðir gestir með ofnæmi? Er heimilt að halda dýr í húsnæðinu?

Hafa ber í huga að dýr eru lifandi verur og gæludýr bindast eigendum tilfinningaböndum og því ekki hægt að fara með þau eins og hluti sem er hent þegar áhugi dvínar.

Vanda skal til þess hvað verið er að kaupa og skoða vel og vandlega og ber kaupanda að sinna skoðunarskyldu sinni og seljanda ber að sinna upplýsingaskyldu sinni. Skoða skal skráningu, læknisvottorð, bólusetningavottorð, ættstofn og kynbók með viðkomandi dýri, sem skal vera hluti af kaupum, einnig þarf að tiltaka hvaða fylgihlutir eigi að fylgja með.

Sé þetta gert skriflega liggur í upphafi ljóst fyrir ástand hins selda dýrs, kaupverð og greiðsla kaupverðs og hvað fylgi með. Þar með er unnt að koma í veg fyrir ágreining og kostnað á síðari stigum.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
18 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.