Greiðslusamkomulag og greiðsluáætlun

Kröfuhafi og skuldari geta ákveðið að gera með sér greiðslusamkomulag og greiðsluáætlun um greiðslu vangreiddra skulda gagnvart kröfuhafa. Í þeim tilvikum þarf að lýsa nákvæmlega heimildarskjali, gjalddögum, eindögum, vöxtum, kostnaði og heildarfjárhæð ásamt öllum innágreiðslum þannig að heildarskuldin komi fram. Kröfuhafi getur þá samið við skuldara um að skuldin verði greidd í ákveðnum hlutum á ákveðnu tímabili t.d. í 3 hlutum á þrem eða sex mánuðum. Þá er er fjárhæð hverrar greiðslu og greiðsludagur hennar ákveðinn og tiltekið að eftir greiðslu séu eftirstöðvar ákveðin fjárhæð. Til að tryggja hag kröfuhafa þá lýsir skuldari því yfir að hann fallist á kröfuna og nýr 4 ára fyrningarfrestur á kröfunni hefjist þar sem við undirritun samkomulagsins er verið að slíta fyrri fyrningarfresti. Jafnframt lýsir skuldari því yfir skv. 1. mgr. 64. gr., sbr. 4. tl. 2. mgr. 65. gr. laga um gjaldþrot, að hann sé í verulegum greiðsluerfiðleikum og eigi engar eignir né hafi nægjanlegar tekjur til að standa undir skilum við kröfuhafa sína. Á grundvelli þeirrar yfirlýsingar getur kröfuhafi farið beint í kröfu um gjaldþrotaskipti á búi skuldara vanefni skuldari greiðslusamkomulagið.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
4 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.