Húsaleigusamningur

Í stuttu máli er húsaleigusamningur samningur milli leigusala og leigjanda sem stjórnar því hvaða reglur og skilmálar eiga að gilda um leigu á húsnæðinu. Innihald leigusamnings er ákvarðað af húsaleigulögunum og í mörgum tilvikum eru ákvæði laganna ófrávíkjanleg  þar sem þeim er ætlað  að vernda leigjandann. Leigusamningurinn inniheldur mikilvægustu skilmálana og skilyrðin sem gilda um notkun leigjanda á húsnæðinu. Í samningnum eru því sett fram hin ýmsu réttindi og skyldur sem leigjandi og leigusali gangast undir.

Ríkið hefur útbúið eyðublað til notkunar sem leigusamning, en þetta eyðublað inniheldur að mestu almenn skilyrði eins og stærð húsnæðis, upphæð leigu og þess háttar. Ef þú sem leigusali vilt bæta við viðbótarskilmálum, til dæmis að ekki megi ekki reykja í húsnæðinu, að leigjandi megi ekki mála í öðrum litum eða að fá verði leyfi fyrir öllum breytingum og að slíkt verði eign leigusala að leigutímabili loknu, verður leigusali að skilgreina og setja fram þessa skilmála.

Leigusamningurinn sem E-skjöl bjóða felur ekki aðeins í sér  þau ákvæði og skilmálana sem opinberi samningurinn inniheldur heldur einnig ýmsa viðbótarskilmála sem geta átt við og gert samninginn og samstarf leigusala og leigjanda skýrari.  Þannig tryggir þú að þú fáir leigusamning sem tekur mið af þeim sérákvæðum sem löglega er hægt að setja inn í leigusamning samkvæmt 11 lið 6. gr. húsaleigulaga, með síðari breytingum.

Með því að taka fram og skilgreina þau sérákvæði sem um leiguna gilda tryggir leigusali að ákvörðun sé tekin eins mikið og hægt er varðandi leiguna. Á sama tíma lágmarkar það áhættuna á því að ágreiningur eða misskilningur verði um skilmálana síðar í leigutímabilinu, þar sem öll ákvæði eru í leigusamningi, sem báðir aðilar hafa undirritað og samþykkt.

Ráðlegt er að leigusali og leigjandi taki út húsnæðið, og ástand þess, við upphaf og lok leigutíma. Með því er unnt að spara bæði fjármuni og leiðindi á síðari tímum, m.a. ef kemur til endurgreiðslu á framlagðri leigutryggingu. Einnig geta aðilar ákveðið að fá hlutlausan faglegan úttektarmann til að annast slíka úttekt og deilt þeim kostnaði á milli sín. E-skjöl bjóða til sölu form fyrir úttektir á leiguhúsnæði við upphaf og lok leigu.

Húsaleigusamninginn er hægt að nota vegna leigu á íbúðarhúsnæði (einbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum, íbúðum, herbergjum, sumarhúsum), bílskúrum og geymslum. Ef hins vegar á að leigja út atvinnuhúsnæði er ekki hægt að nota þennan samning heldur verður að gera leigusamning um atvinnuhúsnæði.

Tengd skjöl

Form fyrir úttektir má finna hér á síðunni.

Leiðbeiningar um uppsögn samnings, innheimtu og uppsagnarbréf má finna hér.

Yfirlýsing um móttöku og kvittun fyrir skilum lykla

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu
8 Svör

Lokað er fyrir athugasemdir.