Yfirlýsing um fjárræði og löggerningshæfi
Almennt er unnt að ganga út frá því sem vísu að einstaklingar komi heiðarlega fram og meini vel. Ekki er þó unnt að útiloka að hið gagnstæða geti átt við og verið sé að blekkja einstakling til löggerninga. Í þeim tilvikum þegar einstaklingur gefur umboð, samþykkir lántöku, samþykkir lánveitingu frá sjálfum sér til þriðja aðila, er að sjá um að kaupa eða selja eða veðsetja eignir sínar, þá er almennt gengið út frá því að viðkomandi sé fjárráða og hafi fullt löggerningshæfi. Hins vegar er margbreytileiki mannlífsins þannig að einstaklingar verða að gæta sín á því að treysta einhliða yfirlýsingum án frekari gagna. Færst hefur í aukana að aðilar hafi dregið í efa að þeir hafi gefið umboð, skrifað undir umboð, eða verið hæfir til þess. Eins sést ekki alltaf á viðkomandi aðila hvort að hann sé fjárráða – lögráða og hafi almennt löggerningshæfi, til að mynda skorti viðkomandi raunveruleikatengsl vegna sjúkdóms, neyslu eða hrörnunar.
Yfirlýsing þessi gerir ráð fyrir að hún sé gerð samhliða þeim löggerningum sem liggja til grundvallar í aðgerðum viðkomandi einstaklings á viðkomandi tíma. Yfirlýsingu þessari ætti að fylgja vottorð frá Þjóðskrá Íslands um að viðkomandi einstaklingur sé fjárráða og lögráða skv. ákvæðum lögræðislaga nr. 71/1997, með síðari breytingum. Einnig ætti gagnaðili og sá sem er umboðsmaður samkvæmt umboði sem viðkomandi einstaklingur ritar undir að hafa samrit yfirlýsingar þessarar til að tryggja sig.
Gerð skjals | Fasteignaréttur, Fyrirsvar / umboð, Kaup, sala og framsal, Lögfræðileg viðfangsefni, Veðréttur |
Efnisorð | fjármál, fjárræði, samningar, vottorð, yfirlýsing |
Forskoðun | |
Dagsetning útgáfu |
Lokað er fyrir athugasemdir.