Verksamningur við verktaka

Svona forðast þú misskilning og dýr mistök

Vinna og þekking smiða, rafvirkja, múrara, pípulagningamanna og annarra iðnaðarmanna er grundvöllur þess að nýbygging eða endurbætur húsnæði geti orðið að veruleika. Það er mjög mikilvægt að undirbúa vinnuna vel og skýrir samningar við iðnaðarmennina sem munu vinna verkið eru algjörlega nauðsynlegir. Það getur verið húseiganda dýrkeypt að hafa ekki gert góðan og skýran samning við verktaka áður en verkið hefst.

Gerðu skýran samning

Gott er að byrja á því að ræða verkið við verktakann og komast að samkomulagi um hvernig standa skuli að því. Að því loknu er rétt að gera formlegan samning. Ef skýr samningur hefur verið gerður er líka einfaldara að útkljá deilumál sem upp kunna að koma á meðan á verki stendur eða eftir verklok.

Bæta á óskalista
Includes 0% tax
Gerð skjals ,
Efnisorð , ,
Forskoðun
Dagsetning útgáfu