Þetta þarf ekki að vera svo flókið…
…einfaldur undirbúningur getur forðað vandræðum á síðari stigum
…einfaldur undirbúningur getur forðað vandræðum á síðari stigum
Allir hafa lent í því að eitthvað, sem átti að vera einfalt og skýrt, verður að ágreiningsefni, veldur deilum, átökum, kærumálum og jafnvel vinslitum eða klofningi í fjölskyldum.
Fyrirhyggja og einfaldur undirbúningur getur forðað slíkum árekstrum.
Markmiðið með Eskjölum er að auðvelda almenningi og lögfræðilegum ráðgjöfum að ganga vel frá öllum málum áður en vandræði skapast.
Hér er hægt að festa kaup á skjölum til ólíkustu hluta, kaupa á skellinöðru, ráðningarsamninga, sambúðarsamkomulag, óskir um forræði barna við veikindi eða fráfall foreldris og erfðaskrár.
Breytingar og lagfæringar á húsnæði: svona forðast þú misskilning og dýr mistök Vinna og þekking smiða, rafvirkja, múrara, pípulagningamanna og annarra iðnaðarmanna er grundvöllur þess að breytingar og lagfæringar á húsnæði geti orðið að veruleika. Það er mjög mikilvægt að undirbúa vinnuna vel og skýrir samningar við iðnaðarmennina sem munu vinna verkið eru algjörlega nauðsynlegir. […]
Með aukinni velmegun fá sífellt fleiri verulegan arf en arfskipti geta valdið ósætti og vandamálum í fjölskyldum Mikilvægt er að gera erfðaskrá til að tryggja það að fjármunir lendi í réttum höndum. Ekki er óalgengt að fólk hafi ekki náð að útbúa erfðaskrá í tíma og þá eru einnig dæmi um að reynt sé að […]
E-skjöl bjóða uppá mikið úrval lögfræðilegra skjala sem gagnast almenningi, frumkvöðlum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Markmiðið er að gera lögfræðileg skjöl aðgengileg öllum – færa lögfræðina til fólksins og stuðla með því að aukinni vernd einstaklinga og lögaðila. Grunnurinn að því að við fórum af stað með hugmyndina um E-skjöl var sá að við höfðum lengi […]
Number of items in cart: 0
Hlíðasmára 19
201 Kópavogi
Kt: 500321 0670
VSK: 140507